Skemmtileg helgi framundan!

Það verður nú svei mér gaman hjá mér og Degi syni mínum um helgina. Við erum nefnilega að fara saman á LANDSMÓT UNGMENNA Í HARMÓNIKULEIK sem er haldið að Hrafnagili í Eyjafjarðasveit. Þar verðum við frá því klukkan 18:00 stundvíslega á morgun og fram yfir hádegi á sunnudag. Það verður ýmislegt skemmtilegt þar í boði. T.d ratleikur, skyndihjálparnámskeið í gömludönsunum og margt fleira..... ég hreinlega get ekki beðið. Svo fáum við að gista í skólastofu, með fullt af ókunngu fólki og svo fáum við að kynnast fullt af nýju og skemmtilegu fólki. Ég segi það enn og aftur.... ég hreinlega get ekki beðið....

Kv. Margrét ofurjákvæða á leið á LANDSMÓT UNGMENNA Í HARMONIKULEIK Svalur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Magga, Magga, Magga.

Það er gaman á svona mótum, hvort sem um er að ræða harmonikku- eða lúðrarsveitarmót. Ég hef sótt mörg lúðrarsveitarmót og dró mömmu og pabba á eitt slíkt á Húsavík um árið. Þessi mót gefa þátttakendum frábært tækifæri til að spila fyrir aðra, hlusta á aðra spila og hitta jafningja alls staðar að sem hafa sama áhugamál. Vertu kát, farðu með glatt hjarta og gott skapi, þetta er skemmtilegt. Dragðu upp harmonikkuna sjálf og spilaðu með, þú hefur gaman að þessu.

Kv. / ÓA

________________________________________________________, 11.5.2006 kl. 20:51

2 Smámynd: ________________________________________________________

Óli.. ég er jákvæð og glöð og með glatt hjarta. Ekki annað hægt þegar Dagur er með í för, hann er svo rosalega ánægður með að fá að fara á svona mót. Hann hefur nefnilega aldrei farið á Andrésar Andar leikana og þetta er svona í staðinn (segir hann). Held samt að ég verði kannski slöpp í fæti þegar kemur að skyndihjálparnáskeiðinu, annars lofa ég að brosa allan tímann.... og ég þakka bara fyrir að þetta er ekki lúðrasveitarmót á Húsavík!! ;o) Kv. Magga harmonika

________________________________________________________, 12.5.2006 kl. 09:01

3 Smámynd: ________________________________________________________

Og hver leyfði honum að fara að læra á harmonikku? Sá uppsker sem hann sáir.

Kv. Fjóla

________________________________________________________, 12.5.2006 kl. 09:03

4 Smámynd: ________________________________________________________

Þetta verður svooooo gamann vildi bara að ég ´gæti komið með KV Helga móðursystir..

________________________________________________________, 12.5.2006 kl. 18:08

5 Smámynd: ________________________________________________________

Magga mín, ég er búin að upplifa "nokkur" lúðrasveitamót - og það er alltaf eitthvað gaman í gangi, þrátt fyrir allt. Verst með svefninn..........

Kv. Guðný

________________________________________________________, 13.5.2006 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband