Maí.

Sælt veri fólkið.

Það er víst allt í lagi að skíra færslurnar bara eftir mánuðunum:)

Hér er allt brúklegt. Ekki þarf að moka tröppur og eldgosið það langt í burtu að öskufall er óverulegt. Helstu fréttir (og skemmtilegustu) eru af barnabörnunum. Sú elsta (5 ára) benti afa sínum á að  sandkassinn - lítill plastkassi- væri ,,alltof barnalegur". Afinn kom að sjálfsögðu daginn eftir með stóran sandkassa sem feður barnabarnanna settu saman. Þarna eru þau svo alsæl og krókloppin að moka. Enda allt annað líf að hafa ekki lengur þennan barnalega sandkassa. 

Fleira var það ekki að sinni. Ég geri ekki kröfu um einkaleyfi á maí-færslu.

Bestu kveðjur af Skaganum, Fjóla Ásg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Fjóla mín!

Það var löngu kominn tími á "barnalega" sandkassann. Hér er búið að vera skítaveður og smá öskufall. Við gömlu löbbum daglega, og höldum uppi máltíðum! Ég hlakka bara til vorsin og sumarsins, sem er vonandi á næsta leiti.

Jörfalið......bið að heilsa öllum.....K.v. G.Á.Ó.   

________________________________________________________, 24.5.2011 kl. 14:55

2 Smámynd: ________________________________________________________

já sko! Bara færsla - gaman af því. Hér er bara verið að huga að fermingarundirbúning, snjórinn farinn (nema úr fjöllum) og fuglarnir syngja. Bara gaman og ljúft. Vorum á Skaganum um síðustu helgi í útskriftarveislu Sindar Más og 1. árs afmæli Ólafs Atla. Nóg,nóg að gera í veisluhöldum. Og framundan er..... Jón Karl fimmtugur 7. júní, Bergþór 22. ára 8. júní, Magga og Atli 20 ára brúðkaupsafmæli 8. júní og svo ferming 12. júní. Eins og ég segi... nóg,nóg,nóg skemmtilegt framundan

Kv. Magga Ásg.

________________________________________________________, 26.5.2011 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband