Harðfiskur til sölu.

Ýmir Ólafsson hefur fengið smjörþefinn af útlöndum.  Í sumar stefnir hann til Guatemala á vegum CISV - alþóðlegra sumarbúða barna.  Þetta eru sömu samtökin og voru með sumarbúðirnar sem hann fór í til Noregs fyrir tveimur árum.

Það er dýrt að fara til útlanda og til að fjármagna ferðina er Ýmir að selja harðfisk.  Harðfiskurinn er frá Grenivík og er hann í 400 gr. pokum.  Pokinn kostar 3.500 kr.

Harðfiskur er bæði holl og góð fæða. Tvípund af honum jafngildir rúmum þrem tvípundum af keti að næringargildi, en vel verkaður harðfiskur er ekki dýrari en saltket; er þá harðfiskurinn þrefalt ódýrari en ket, eftir notagildi.  Harðfiskur geymist mjög vel og á hann leggst jafnan mjög lítill milliliðakostnaður.

Ýmir sendir um allt land og þeir sem áhuga hafa að styrkja hann með því að kaupa harðfisk vinsamlegast látið Akraseli vita.

 P.s.

Inga á afmæli 24. febrúar.

P.s p.s.

Það eru 304 dagar til jóla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ýmir

Þú mátt senda okkur tvípund ( Hvað er annars tvípund ? )

Kveðja frá Litlu Brekku.

Stebbi bró (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 15:27

2 Smámynd: ________________________________________________________

Takk fyrir Litla Brekka.  Harðfiskurinn fer í póst á mánudaginn.

Árið 1907 var metrakerfið lögtekið hér á landi.  Málhreinsunarmenn vildu íslensk orð og gaf ráðherra út skrá yfir heiti sem stungið var uppá.  Flest náðu því miður ekki fótfestu en sum eru notuð.  Dæmi um tillögur:

Millimetri: rák, þúsundstika, rönd
Sentimetri: nögl, hundastika, skor
Metri: stika
Kílómetri: röst, stikuþúsund
Kílógramm: tvípund
Tonn: smálest, lest
Lítri: kanna, mælir
Desilítri: staup, bikar
Hektari: teigur

og svo framvegis.

Íslenskan hefur marga fjöruna sopið, samanber eftirfarna vísu 

María mer, mild og skier
ann eg dýrust drósa
af dygðum þér.
Mér sú merin ljósa
í minni er.

Takk fyrir,

Óli syss og Ýmir.

________________________________________________________, 26.2.2011 kl. 18:25

3 identicon

Heppinn að það var ekki 1 tonn

SÓ (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 21:28

4 Smámynd: ________________________________________________________

Ha ha ha.  Það er nóg til.

ÓA

________________________________________________________, 26.2.2011 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband