Páskar í Gamla Jörfa

BörninHalló Jörfalið!

Ég er sjaldan mjög skipulagður og hugsa ekki oft langt fram í tímann, en það kemur fyrir. Stórfjölskyldan okkar (hmmm já...8 manns) stefnir á Borgarfjörð um páskana. Þetta eru dagarnir 21.-25. apríl. Við pössum sjálfsagt nokkurnveginn í öll rúm í Gamla Jörfa, en lengi má nú troða! En það er rétt að láta vita, kannski verður dásemdar vorblíða og vel sofandi í tjaldi við lækinn! 


Bestu kveðjur, Gústi & co.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

 hehe...Siggi vill nú meina að það þurfi ekkert tjald til að sofa við lækinn...

Frábært hjá ykkur að ætla austur, vonandi gengur planið upp! Við stefnum hinsvegar á Spánarferð um páskana, 10 daga golfferð - langþráður draumur að rætast.

Þannig að við munum ekki ónáða ykkur, myndum annars örugglega koma!

Guðný syss.

________________________________________________________, 30.1.2011 kl. 00:16

2 Smámynd: ________________________________________________________

Flott hjá ykkur að kíkja í Gamlann um páska. Kannski gerir maður það eitthvert árið

En það er allavega ekki á þessu ári - njótið!

Magga Ásg.

________________________________________________________, 31.1.2011 kl. 09:15

3 Smámynd: ________________________________________________________

Gaman að heyra að þið skulið ætla í Jörfa um páskana.  Það þarf bara að gera eitt áður en þið farið, sem ég þarf að biðja þig að muna með mér , það þarf að panta olíu á tankinn, mig grunar að það sé frekar lítið í honum.  Við munum þetta saman....  Kv. Guja syss. / gjaldkerinn sem gæti verið farin að gleyma...

________________________________________________________, 31.1.2011 kl. 12:22

4 identicon

Gústi minn!

Gaman að heyra af fjölskylduferð. Vonandi verður veðrið gott, og þið njótið vel !

Ps. Ég treysti gjaldkeranum fullkomlega. (Kann ekki að gera broskarl. ) Kv. Gunna syss.

Gunna (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 19:57

5 Smámynd: ________________________________________________________

Hæ  öfunda  ykkur !!! ´Við  Jóhann  keyptum  ketil  til  að  sjóða  vatn  i á  eldavélinni  i  Gamla Jörfa  hann er eins  og  sá  gamli,  sendum  hann  með  næstu  ferð   Kveðja  Helga

________________________________________________________, 1.2.2011 kl. 12:15

6 Smámynd: ________________________________________________________

Frábært að heyra, Helga mín.  Sá gamli er nú farinn að þreytast, enda örugglega búinn að vera á SÓLÓ í 40 ár.  Annars minnir mig nú að það hafi verið skipt um ketil einhverntíman, en það eru sjálfsagt 40 ár síðan .  Kv. Guja.

________________________________________________________, 2.2.2011 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband