Þorrinn nálgast.

Sælt veri fólkið.

Hér sit ég við tölvuna og er að drepa tímann þar til ég get horft á ,,okkur" vinna Japan. Þið hafið mig afsakaða ef við gerum eitthvað annað.Tounge

Annars er maður aðeins farinn að gefa súrmatnum auga og bíður eftir að komast á þorrablót. Það gæti rætst úr því um helgina. Hér á að gera tilraun með að hafa svona alvöru þorrablót í íþróttahúsi. Ég missti af viðtali frá Borgarfirði sem var í útvarpinu á dögunum. Mér var sagt að þar hefði komið fram að undirbúningur stæði frá sumri fram að blóti. Það er ,,keppnis".

Góðar stundir, Fjóla Ásg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Ekkert að afsaka kv. F

________________________________________________________, 17.1.2011 kl. 22:19

2 Smámynd: ________________________________________________________

Gaman að heyra frá þér, Fjóla mín.  Nei, það er sko ekkert að afsaka.  Ég var næstum búin að fá hjartaáfall af spenningi í gærkvöldi (Ísl.-Austurríki).  Þeir eru stórkostlegir, strákarnir okkar.  Ég er ekkert farin að hugsa um pungana ennþá, læt mig heldur ekki dreyma um að komast á Borgarfjörð á blót, það er hefur verið árlegur brandari hér í langan tíma   Það er reyndar frábært blót hér síðla á þorranum, haldið á Rimum í Svarfaðardal.  Það er ágætis sárabót fyrst ég drullast aldrei á Bf.  Kv. Guja frænka.

________________________________________________________, 19.1.2011 kl. 15:21

3 Smámynd: ________________________________________________________

Já, spenningurinn í gærkvöldi var svakalegur. Kv. F

________________________________________________________, 19.1.2011 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband