29.1.2007 | 22:17
Ágrip af ferðasögu flakkara
Jæja, heil og sæl.
Komin heim eftir 10 daga þvæling; fyrst staðlota í Kennó 19. og 20. jan, fór síðan á Flughótel Keflavík á sunnudagskvöldið ásamt einum samkennara mínum sem fór með mér út. Flugum til Krakow á mánudagsmorguninn 22. jan með millilendingu í Osló og þar tóku þær mæðgurnar Begga og Helga á móti okkur. Færði Beggu gamlan Mogga, og varð hún voða glöð með það. Eftir kaffisopa (nooott) á Gardemoen héldum við síðan áfram til Krakow, vorum reyndar næstum búnar að missa af flugvélinni, heyrðum eitthvað brak í hátalara og svo heyrðist mér sagt "Olafsdottir" og við rukum af stað að okkar hliði, þá voru allir komnir út í rútu sem flutti okkur út í vél! Þá hafði ekkert verið kallað út í vélina, bara birtar upplýsingar á skjá og við sveitakonurnar sátum bara í rólegheitum og biðum eftir að það væri kallað í okkur! Okkur fannst þetta frekar fyndið..........eftirá
!
Annars var ferðin öll heljarinnar ævintýri. Þessi "fundur" sem átti að taka vikuna tók samtals um átta klukkustundir, megnið af vikunni var frjáls tími sem fór mest í að ráfa um götur Rybnik og skoða í búðir, en það var ekki mikið meira að sjá þar. Síðustu nóttina vorum við í Krakow og skönnuðum eitt risamoll, núna veit ég hvað "shop till you drop" er!
Helsta skemmtunin var að eiga stefnumót við mennina okkar framan við vefmyndavél sem staðsett var á torginu framan við hótelið okkar: www.rybnik.pl/index.php?id=485
Rosalega líst mér annars vel á að halda uppá 110 ára afmæli Gamlans okkar helgina 27.-29. júlí! Ef að líkum lætur verður þetta tónleikahelgi og heilmargt að gerast á Borgarfirði!
Afmælisbörn janúarmánaðar fá góðar afmæliskveðjur frá mér
Kveðja frá Guðnýju.
Myndin var tekin af okkur Grétu ferðafélaga framan við risavaxið jólatré á torginu í Krakow.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gott að þú ert komin heim. Manni var hætt að lítast á ástandið hjá þeim feðgum (sjá athugasemd við færslu hér að neðan).
Kv. Fjóla
________________________________________________________, 30.1.2007 kl. 16:18
Já gott að þú ert komin til landsins góða mín - nú sit ég hér ein við tölvuna og þori ekki inni stofu. "Leikurinn" er byrjaður og ég held að ég hafi ekki taugar í að horfa... þarf örugglega rosalega mikið að setja þvott í vél og fara oft á klósettið næsta klukkutímann eða svo.
Kv. góð MÁ.
________________________________________________________, 30.1.2007 kl. 19:03
Seinni hlluti framlengingar að byrja.....og ég get ekki horft
kv, Fjóla
________________________________________________________, 30.1.2007 kl. 20:51
Ég sé þig ekki á torginu.
ÓA.
P.s. Getur einhver sett almennilega mynd af Jörfa í hausinn ? Hef ekki þolinmæði til að klára þetta.
________________________________________________________, 31.1.2007 kl. 10:39
Óli, hvað varstu eiginlega að hræra í þessu! Ég get ekki miðjað myndina........og svo er hún komin út um allt!
GSÓ
________________________________________________________, 31.1.2007 kl. 20:06
Er ekki einmitt fínt að hafa hana"út um allt"?
Fjóla
________________________________________________________, 31.1.2007 kl. 21:50
Núna er komin mynda af Gamla-Jörfa í hausinn. En þá þarf að breyta um útlit. Það er kannski allt í lagi. Verst að smámyndin af Gamla-Jörfa er horfin......hjálp!
Kv. Gústi.
________________________________________________________, 1.2.2007 kl. 02:06
Ná ví ar tokin!!
Flott hjá þér Gústi
!
GSÓ
________________________________________________________, 1.2.2007 kl. 13:04
Hvað er málið með skarfana ;-)
Kv. SteiniJ
________________________________________________________, 1.2.2007 kl. 18:28
what?? hvaða skarfa. Magga
________________________________________________________, 2.2.2007 kl. 08:23
Eretta ekki bola-myndin? Fjóla - já, og skarfar hvað?
________________________________________________________, 2.2.2007 kl. 09:59
Óttalegir skarfar getið þið verið, stelpur mínar. Fuglarnir á myndinni efst hægra megin eru sumsé skarfar......eða er það ekki annars, Steini? Pabbi skaut stundum skarfa í gamla daga - ég man aðallega hvað mér fannst þeir seigir undir tönn!
Febrúarmyndin í myndagetraun á Borgarfjarðarvefnum, eru þetta ekki Nonni í Geitavík og Helgi Eyjólfs? Í Gamla skólanum?
Kv. Guðný.
________________________________________________________, 2.2.2007 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.