Hústöku"fólk" í Gamlanum

Brim í októberFundum engar mýs í Gamla Jörfa, Eiríkur er greinilega að standa sig. Hins vegar var innrásarher í húsinu, mest á loftinu. Mikið flugnager var búið að yfirtaka kotið, þvílíkt líf og fjör!  Þurftum að beita lymskufullum ráðum til að losna við herinn, kveikja ljós í forstofu og úti, slökkva öll önnur og tæla þannig flugnagerið úr húsi.

Það er hreinn unaður að sitja í eldhúsinu í Gamla þegar norðaustanáttin lemur á glugganum, hlusta á malið í Sóló þar sem lambalærið mallar við vægan hita, spjalla saman, spila, prjóna eða lesa...slökunin er algjör.  Verðum hér fram á sunnudag; hjónakornin úr Ásveginum, Magga og Atli, Linda rækjudrottning og Skúli Pé villibráðarmeistari. Smá séns á að verða veðurteppt..... Wink

Guðný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Yndislegt.  Mikið vildi ég vera í Gamlanum á þessum tíma.  Komumst því miður ekki þegar Ýmir átti vetrarfrí um daginn, vegna anna í vinnunni hjá Sigrúnu.

ÓA

________________________________________________________, 30.10.2010 kl. 15:02

2 Smámynd: ________________________________________________________

Ójá, það er alveg óþolandi hvað þessi vinna slítur í sundur fríið fyrir manni   Greinilega hefur ekki verið leiðinlegt í Gamlanum um helgina, ég er full af öfund   Kv. Guja.

________________________________________________________, 1.11.2010 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband