Jahér

en gaman að þessu! Nú er maður aftur orðinn virkur og kominn í samband við ykkur elsku Jörfalið og nú skal sko blogga. Koss  Héðan úr Þrastarhóli er fínt að frétta, fermingarundirbúningur að byrja..... hef heyrt að nú sé úrelt að fá sér nýja eldhúsinnréttingu og so videre heldur fari mömmurnar í alsherjar yfirhalningu. Mér líst vel á það og hugsa að ég smelli mér í eitthvað pakkadæmi. T.d fitusog, lengingu, brúnkuklefa, hárlengingu, hökustyttingu og nefsíkkun. Viss um að þeir eru með svona tilboð hérna á heilsugæslustöðinni - á bara eftir að tékka á því Óákveðinn  mér finnst þetta ansi hreint sniðugt bara. Hins vegar gleymdist alveg að segja mér hve miklu meira mál væri að láta ferma stúlkubarn en dreng. Minnist þess ekki að Sindri hafi farið í prufugreiðslu og förðun t.d. eða þurft að skoða 22 litasjatteringar af servíettum, eða fara 17 ferðir í allar blómabúðir á norðurlandi til að finna rétta borðskrautið, held að það hafi ekki verið neitt borðskraut þá. Jú.... Helga systir hefur örugglega átt eitthvað sætt...Hlæjandi  En annars held ég að þetta sé bara í góðum gír hjá okkur og barnið kemur til með að fermast þó svo að finnist ekki réttu servíetturnar og hún fái ekki að fara í förðun og neglur og brúnkuklefa og ég verð nú að viðurkenna að ég hef nú dálítið gaman af þessu líka.  En..það er allur snjór farinn úr garðinum mínum og ég rakaði hann á laugardaginn í brakandi blíðu og fíneríi, að vísu var ekki þverfótað fyrir framsóknarmönnum þar sem þeir voru að opna kosningaskrifstofu hér við hliðina á mér og allt í einu þurftu þeir svo ofsalega mikið að heilsa og vera almennilegir... merkilegt hvað það getur gert fólki að fara í framboð. Kæru ættingjar, ég bið ykkur að taka það til greina að ég hef algjörlega verið "out" í grúppkerinu í heilt ár þannig að blaðurskjóðan var algjörlega orðin full, en nú er mál að linni og ég skal ekki blogga svona mikið alveg á næstunni. Takk í dag kv. Magga Ásg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Hér er ekki heldur þverfótað fyrir allskonar mönnum sem brosa út fyrir bæði heilsa hægri og vinstri. Maður bara þakkar fyrir að einhverjir nenni að gefa kost á sér í ....verkin, eða þannig. Ég á bara eftir að finna besta handtakið.

Svo vona ég bara að Magga endi ekki eins og kattakonan (þessi sem er búin að fara offari í lýtaaðgerðunum). Einnig að hún fari ekki að perla 120 servéttuhringi eins og konan um árið.

Kv. Fjóla Ásg

________________________________________________________, 9.5.2006 kl. 00:01

2 Smámynd: ________________________________________________________

Halló getið þið ekki gleimt þessum helllllv hringju . Kv Helga Sess sem ekki hefur perlað síðan..

________________________________________________________, 9.5.2006 kl. 16:17

3 Smámynd: ________________________________________________________

Hæ! Fór með fermingarbarnið austur um helgina til að létta aðeins á mömmunni, veit ekki nema hún hafi farið í lengingu eða eitthvað á meðan, hef ekki séð hana nýlega! Eina sem mínir synir höfðu skoðun á varðandi fermingarveisluna var að þeir vildu hafa kalda kjúklingaleggi, kokteilsósu og franskar úr dós ;)

________________________________________________________, 9.5.2006 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband