16.8.2010 | 20:54
Hittingurinn :o)
Jæja - tíminn líður og líður og senn kemur að hittings-helginni. Eins og þið munið varð nefndin sammála um að hafa þetta fyrstu helgina í september, þ.e. 3. - 5. sept. Við urðum líka sammála um eins og þið munið að þetta yrði í Ensku-húsunum svo urðum við sammála um að hafa sameiginlega kvöldmáltíð á laugardagskvöldinu og að allir kæmu bara með hangikjöt og pótur fyrir sig og sína en nefndin sæi um að gera uppstúf (jafning...). Já og þeir sem vilja ora-grænar eða eitthvað slíkt kippi því með sér. Öðrum máltíðum hagar fólk eins og það vill - gæti verið sniðugt að taka með sér bakkelsi og setja á hlaðborð og eitthvað þannig.
Í boði eru 26 rúm, slatti af aukadýnum og einhverjum aukarúmum. Eins eru rúm í boði í (á?).. Litlu-Brekku og einhverju öðru húsi. Anna Dröfn gekk til liðs við nefndina og hún ætlar að taka á móti bókunum um þáttöku á netfangið enskuhusin@simnet.is
Við fáum húsin fyrir 50.000 þessa daga og þrífum áður en við förum - góður díll það og svo finnur bara nefndin út úr því hvað hver greiðir. Fer líklega eftir við hvaða aðbúnað hver gistir.... finnum út úr því síðar.
Endilega sendið línu á Önnu sem fyrst, við (hún...) reynum eins og við getum að koma öllum fyrir og þröngt mega sáttir sitja og allt það.
Nefndin hefur sett saman metnaðarfulla dagskrá sem enginn má missa af (Steini og Jói... þið finnið út úr þessu) en að sjálfsögðu eru allir kvattir til að troða upp með atriði. T.d. gætu Svava, Unnur, Eyrún og Ída endurflutt Margarena dansinn ógleymanlega :o)
Komið í bili - NEFNDIN
ps. Það væri heldur ekki úr vegi að setja færslu hér inn um hverjir ætla að koma og svona. kv. - N
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég ætla að mæta með flest af mínu liði!
________________________________________________________, 16.8.2010 kl. 20:56
Akraselir mæta allir sem einn.
Kv/ÓA
________________________________________________________, 16.8.2010 kl. 21:28
Helga og Jóhann koma.
________________________________________________________, 16.8.2010 kl. 21:28
Mikið var að beljan bar...
Ég kem vonandi með sem flesta af mínum. Læt vita siðar. Við sjáum bara til með gistinguna, leyfum lengra komnum að bóka sig. Við erum svo gott sem á bæjarhellunni
Bestu kveðjur,Fjóla Ásg.
________________________________________________________, 16.8.2010 kl. 22:04
Helga Sess kemur kanski bara ein .
________________________________________________________, 16.8.2010 kl. 22:04
Helga Sess - það er bannað að koma ein! jæja... ok, þú mátt það ef þú verður með atriði.
________________________________________________________, 16.8.2010 kl. 22:06
úbbss... kv. Magga syss
________________________________________________________, 16.8.2010 kl. 22:09
Ég og Eyvi peyfi mætum - veit ekki með stóru. Þeir geta holað sér niður hvar sem er á Torfunni svo ég hef ekki miklar áhyggjur af því
________________________________________________________, 16.8.2010 kl. 22:15
,,Helga Sess kemur kanski bara ein" Það er heldur engin undirskrift þar - Ég held að Nonni hafi komist í tölvuna
Kv. Fjóla stórasyss...
________________________________________________________, 16.8.2010 kl. 22:16
P.S. Það er nóg pláss í húsinu. Magga- ekki vera með þennan hræðsluáróður!!
Kv. Ása Björk.
________________________________________________________, 16.8.2010 kl. 22:18
Veit að það er nóg pláss - það var ég sem skrifaði að Helga systir mætti ekki koma ein... hún hefur líklega sjálf sagst ætla að koma ein. Við erum nú bara rúmlega 90 í Jörfaliðinu og ekki öll stór (á hæðina þá....) Anna kemur okkur fyrir ;o)
kv. Magga
________________________________________________________, 16.8.2010 kl. 22:21
Ja hérna. Mekeð óskaplega hlakka ég til! Við Hjörvar Óli mætum örugglega með okkar hangikjet....Siggi er tvíbókaður, þarf að skoða það aðeins betur
. Veit ekki enn með ÓJS.
Nokkrar spurningar til nefndarinnar:
- Er mæting á laugardag, eða má mæta á föstudagskvöldið? Ef mann langar að vera lengi?
- Verður Öskubuskuævintýrið flutt?
- Verða hárkollur?
Kv. Guðný.________________________________________________________, 16.8.2010 kl. 22:49
Ég kem með mitt lið.
Kv.SteiniJ
aðstoðarmaður formanns.
________________________________________________________, 16.8.2010 kl. 22:50
Ég skora hér með á SYSTKINI mín að mæta, þetta er ekki bara fyrir síðari kynslóðir!!
________________________________________________________, 16.8.2010 kl. 22:51
mínar kæru systur er ekki betra að ég komi ein en ekki nein......
kv Helga sess ps mamma ert þetta þú
________________________________________________________, 16.8.2010 kl. 22:57
Úbbs....áskorunin var sko frá mér....Guðnýju litlu...;)
________________________________________________________, 16.8.2010 kl. 23:19
Guðný - það er fráls mæting. Það verður ekki merkt í kladda þó þú komir ekki fyrr en á laugardag (föstudagur þó betri.....) Öskubusukuatriðið kemst því miður ekki fyrir á dagskrá - hárkollur, hmm... ekki ef að Siggi kemur ekki!
kv. Magga.
________________________________________________________, 17.8.2010 kl. 08:05
Helga, jú, það er betra. Magga hringir bara í Nonna

kv. F.
________________________________________________________, 17.8.2010 kl. 12:35
Við komum, = Gunna og Geiri ! K.v. Gunna.
Gunna (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 13:12
Flott Gunna, elsta og yngsta búnar að melda sig, hvernig verður það með hin?
________________________________________________________, 17.8.2010 kl. 14:34
Ein spurning. Eigum við að koma með sængur og rúmföt?
________________________________________________________, 21.8.2010 kl. 15:47
Mætum, obboslega hress :)
Óli Gústa og Lára (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 02:57
Besta að heyra í Önnu Dröfn með sængurnar og koddana. Kv. Magga
________________________________________________________, 22.8.2010 kl. 16:12
Ég mæti með mitt lið.
Jói - aðstoðarmaður aðstoðarmanns formanns
Jói Freyr (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 13:42
Halló allir,
Við Akraselir erum að fara á límingunum af spenningi, tvöföld gleði hjá okkur því Helga og Jóhann eru að koma frá Noregi.
Er komin bráðabirgðatala yfir fjölda þátttakenda?
Við getum öll (6) gist í tjaldvagninum okkar ef það er margt fólk :)
Akraselir (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 14:05
Skráning fer vel af stað - En hvað með Gústa, Guju og hennar fólk, Ingu........, endilega að leyfa okkur að vita.
Kv. Forkonan og aðstoðar- og aðstoðarmennirnir
________________________________________________________, 25.8.2010 kl. 08:47
Afsakið okkur Akraselina, við skrifum stundum áður en við hugsum (og stundum skrifum við bara og skrifum og hugsum ekki neitt).
Við ætluðum að sjálfsögðu ekki að lofa upp í ermarnar á Helgu og Jóhanni og skikka þau í að gista í tjaldvagninum, þ.a. það má endilega reikna með þeim í hús :)
Akraselir (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 11:36
Halló!
Gústi, Magga og Bjarki ætla að mæta.
________________________________________________________, 25.8.2010 kl. 11:58
Úbs, gamla settið veður með úr Hólminum.
Kv.SteiniJ yfirmaður aðstoðarmanns aðstoðarmanns formanns :-)
________________________________________________________, 25.8.2010 kl. 15:37
Helmingurinn af gamla settinu í Sunnubrautinni mætir, hún er svo hrædd um að missa af öllum skemmtiatriðunum
Raggi verður upptekinn í allskonar öðru, hann missir þá bara af. Hlakka til að sjá ykkur. Kv. Guja.
________________________________________________________, 27.8.2010 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.