Hjartans þakkir!

Ég hef ekki komist nægjanlega niður á jörðina til að þakka fyrir mig eftir dvölina í Gamla Jörfa um nýliðna helgi. Svo vantar mig líka orð. Að vera á Borgarfirði og í Gamla er bara engu líkt. Þannig er nú það. Bestu kveðjur til ykkar, Fjóla Ásg Heart (það má vera væminn...)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt hjá Fjólu, mjög góð helgi í Gamla Jörfa. Þar mætti með okkur sonar sonur Helgu Sesselju, Arnbjörn Ingi, sem sagt fyrstur af 4. ættlið sem mætir þar.Hann baðaði sig í læknum þar til lítið var þurrt á honum nema herðablöðin, fór nokkrar slysalausar ferðir upp og niður stigann, kannaði fjöru og gerði það sem börn gera í Gamla Jörfa og spurði að því loknu hvort að hann mætti ekki eiga heima hérna. Mér finnst þetta lofa góðu! (Hann er að verða fjögurra ára) Kv.Gunna langamma.

Gunna (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband