7.6.2010 | 11:36
Ekkert í fréttum ????
"Engar fréttir, góðar fréttir"
En nú er komið að 1. hluta sumarfrísins míns, og þá kemur ekkert annað til greina en að drífa sig "heim". Við, gömlu hjúin í Sunnubraut 8, ætlum að skreppa í Jörfa á fimtudaginn (10. júní) og vera fram yfir helgina. Vonandi tekst okkur að plata einhver barnabörn með, til að gera dvölina ánægjulegri
Hlakka mikið til. Kv. Guja.


Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hér er ýmislegt að frétta og flest gott, já, eða bara allt. Sumarfríið hjá mér byrjar eftir fyrstu vikuna í júlí. Að vísu tek ég (útskriftar)frí tvo daga í þessari viku. Einkadóttirin er að útskrifast úr Kennó (ef má kalla það því nafni) og ég þarf að fara í extrím-meikóver af því tilefni. Eða nota það allavega til að taka frí :) Gömlu barnabörnin fengu kettling á dögunum þannig að ég hef hrapað eitthvað niður vinsældalistann. Það breytist örugglega fljótlega þegar kisa fer að klóra, en það hlýtur hún að gera ef ,,leikirnir" halda áfram sem horfir. Nýja barnabarnið er hinsvegar að fara með mömmu sinni í 10 daga skreppitúr til Ameríku. Hann er búinn að undirbúa sig vel fyrir ferðina, kann að naga rifjasteik þó að hann sé bara sjö mánaða.
Bestu kveðjur, Fjóla Ásg
PS Gott hjá þér, Guja, að koma hreyfingu á bloggið - koma svo ;)
________________________________________________________, 7.6.2010 kl. 23:55
Það er greinilega ekki fréttalaust hjá þér, Fjóla mín, og sennilega ekki heldur hjá öllum hinum. Það vantar bara að tjá sig....
Þú verður nú fljót að vinna fyrsta sætið á vinsældarlistanum aftur, þessir kettir geta nú verið svo óútreiknanlegir. En ég er nú ennþá hérna í Sunnubrautinni og er að bíða eftir einu barnabarninu, sem er að útskrifast úr leikskóla í fyrramálið. Það er hann Danni minn og svo fer hann í "skólaferðalagið" með okkur, um leið og hann er búinn að taka við útskriftarskírteininu sínu :), ásamt Palla og Láru. Það verður sko fjör maður lifandi 
________________________________________________________, 10.6.2010 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.