Þorri mættur

Sæl öll

Við systur allar héldum saman þorrablót á föstudagskvöldið. Litla kom að norðan ásamt eigimanninum (börnum og einu auka) í tilefni af því að hann var að útskrifast úr véliðnfræði. Pungarnir voru fínir, að ég tali nú ekki um allt hitt góðgætið. Meira að segja hákarlinn var meiriháttar góður þó að hann væri ekki frá Borgarfirði heldur úr Fiskibænum Mikla.

Eitthvað barst í tal - að það væri búið að  berast í tal - að það þyrfti að berast í tal - að Gamli Jörfi yrði 110 ára.....

Kveðja Fjóla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Sælar systur og þið öll hin.

Frábært, sá gamli eldist vel og sjaldan farið eins vel með okkur og síðasta sumar :)

Það verður einnig stórafmæli í hólminum í sumar, Uppsalir (Péturshús) 100 ára ofl.

Kv. SteiniJ

________________________________________________________, 22.1.2007 kl. 21:21

2 Smámynd: ________________________________________________________

Við Magga fórum ekki á þorrablót um helgina. Ég bauð hinsvegar upp á þorramat í vinnunni í hádeginu á bóndadag. Svo verður heimablót með Sveinu og Pétri á föstudaginn. Þannig að pungar og fleira súrmeti er borðað grimmt, namm-namm!

Það hefur verið rætt í 3ja manna hópi að halda Jörfagleði 28. júlí. Gamli-Jörfi 110 ára, rétt er það. Er ekki um að gera að ákveða það? Steini, þú verður bara búinn að bjóða í 100 ára afmæli áður...er það ekki?

Annars erum við lömuð eftir þennan svakalega landsleik! Ísland-Frakkland semsagt. JA HÉRNA! Steinar Pálmi er á HM og var á leiknum, mér skilst að það hafi ekki verið neitt rosalega leiðinlegt  

Bestu kveðjur, Gústi.

________________________________________________________, 22.1.2007 kl. 23:10

3 Smámynd: ________________________________________________________

Þá er það ákveðið. Merki við 28. júlí. Verð bara að komast. Tek bara hús á Steina í leiðinni....

Leikurinn í gær frábær - held samt að maður hljóti að vera haldinn léttmasókisma fyrst maður er að fylgjast með þessu.

Kv. Fjóla Ásg

________________________________________________________, 23.1.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband