3.4.2010 | 22:37
Mía.
Fyrir viku síðan kom til okkar í Akraselið tveggja og hálfs mánaðar gamall hvolpur, hún Mía. Hún er af Chihuahua kyni og er því frekar stutt til klofsins, svona eins og kelling úr Fljótsdalnum. Hún er mjög gáfuð og er strax farin að hlýða kalli. Til dæmis kemur hún strax þegar sagt er: "Koooommmmmmduuuu til möööööömmmmmuuu / pppppaaaaaaaaaaabbbbbba". Aðal vandamálið er það að henni finnst asnalegt að hanga úti í kuldanum og gerir þarfir sínar þar sem henni hentar. Það leysist sennilega á morgun, a.m.k. ef miðað er við hversu vel gefin hún er. En falleg er hún greyið, eins og sá má af myndinni sem fylgir. Fleiri myndir eru á Fasbókarsíðunni hans Ýmis (Ymir Bond).
Akraselir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingu með Míu Sigrúnar- og Ólafsdóttur, það er ekki að spyrja að gáfunum í þessu Jörfaliði
Kv. Guðný
________________________________________________________, 5.4.2010 kl. 13:34
Ha ha ha....Mía sver sig nú bara í Steinsættina...þar eru allavega margir mjög stuttir til klofsins....
Bestu kveðjur Erla Sigga.
Erla Sigríður Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.