21.3.2010 | 17:39
Suðurferð
Við skelltum okkur suður í Borgarfjörð í gær og vorum viðstödd útför meistarans Jóhannesar frá Ánabrekku, blessuð sé minning hans. Eins og svo oft í svona samkomum hittum við marga góða menn og konur, Brekkulið eins og það lagði sig og að auki Ingu syss og Jónas, Fjólu og Ólara og var það að sjálfsögðu ákaflega gaman. Ekki spillti fyrir að við kíktum í heimsókn til Ingu móðursystur, hittum þar á nöfnuna og dvöldum góða stund við spjall. Gistum í Litlu-Brekku eftir notalega kvöldstund með húsráðendum og Ánabrekkufólki, ég eignaðist nýja vinkonu sem heitir Auður Vilhelmína.
Rákum inn nefið á Kvíunum í morgun áður en við fórum á Akranes, þar sem ég hafði boðið okkur hjónum, Ólara, Sigrúnu, Ými, Óskar og Óttari í morgunkaffi til Fjólu () , en tvíburar höfðu dvalið í Borg óttans við upptökur og tónleika í nokkra daga. Viðar stóð sig eins og hetja og smurði ofan í okkur og Fjóla hitaði fullan pott af súkkulaði - með eindæmum vel heppnað boð, takk fyrir okkur
!!
Semsagt, komin aftur heim á Dalvíkina draumabláu, afar sæl með ferðina.
Guðný syss.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æ - það var svo gott að fá ykkur elskurnar. Kveðja Ása Björk
________________________________________________________, 21.3.2010 kl. 17:59
Mikið eruð þið fínar, dásamlega mynd
Kv. Guja.
________________________________________________________, 22.3.2010 kl. 16:06
Takk fyrir komuna, Guðný og kó. Ég mæli hiklaust með því að fólk bjóði sér í morgunkaffi til mín - Viðar er svo góður að smyrja
Miðdagskaffi og kvöldköff koma líka til greina. Bless, Fjóla Ásg.
________________________________________________________, 22.3.2010 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.