4.5.2006 | 23:40
Aldrei heima hjá mér...
Hæ alles!
Alltaf sami þvælingurinn á okkur; haldiði að hann tengdapabbi hafi ekki orðið 75 ára í gær og búið að melda okkur austur í veisluhöld á morgun! Og hvað gerir maður? Nú, pakkar niður og slær í fákinn.... !
Dásamlegt veður hér eins og annarsstaðar undanfarið, sól og hlýtt, frekar erfitt að halda ungunum við námsefnið í skólanum þessa dagana. Styttist í sumarfríið, tíminn líður ótrúlega hratt. Fjóla getur bráðum farið að tína tómatana af plöntunni sem hún er að hugsa um að fara að rækta, sanniði til!!
Kv. Guðný
Athugasemdir
Ég hlakka til að tína tómata af hugsanlegri tómatplöntu, takk Guðný, þetta hentar mér fullkomlega.
Er með í þvælingnum, fer norður í fimmtugsafmæli um helgina.
kv, Fjóla
________________________________________________________, 5.5.2006 kl. 09:25
Og hvur er fimmtugur? Einhver sem ég þekki?
________________________________________________________, 5.5.2006 kl. 15:48
Stebbi frændi (ath, það er ekki Stebbi bróðir) varð fimmtugur. Er komin heim - mjög góð ferð.
Kv. Fjóla
________________________________________________________, 7.5.2006 kl. 20:50
Er að gera einhverja vitleisu kemst ekki inn KV Helga Sess
________________________________________________________, 8.5.2006 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.