18.2.2010 | 00:03
Kvíaholtskösin á ferð
Sæl öll.
Við fjölskyldan erum á leið í langþráð frí í Gamla Jörfa í næstu viku og verðum eitthvað fram yfir þá helgina. Hamar og sög verða með í för sem og ævisaga Snorra Sturlusonar og fjögur prjónaverkefni. Til stendur að lesa ógurlega, prjóna geypilega, eta mikinn mat, klára að klæða á loftinu og ganga bjórvöðva húsbóndans á brott, í það minnsta að minnka hann. Verða einhverjir aðrir á ferðinni um þetta leyti?
Kveðja, Hjörleifur.
P.s. ,,Goggi. Hentirðu útigrillinu?" Held að okkar sé inni í fjósi.
P.p.s. Hver ætlar svo að mála?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Elsku Hjörleifur minn. Ég skal sko mála í vor þegar þú ert búinn að klæða
Það eru alltaf "einhverjir" sem hjálpa mér..... Kv. Guja frænka.
________________________________________________________, 18.2.2010 kl. 11:17
Það verða sko ekki vandræði með það get ég sagt ykkur
Kv. Magga
Gústi og Magga (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 12:00
Mikið er ég feginn. Ég nenni ekki að mála líka í þessari ferðinni.
Kv, H
Hjörleifur (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 17:03
Nú líst mér vel á. Einu sinni sagði lítill drengur"Ég get þó alltaf lemt"(Óli Ara).Guja mín,ég get þó alltaf elt (eldað)!... Kvíaholtskösin...Góða ferð austur.Kv.Gunna, ekki málari.
Gunna (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 17:55
Ég skal mala...kv. Fjóla Ásg - símalandi
________________________________________________________, 18.2.2010 kl. 22:22
Það var lagið! Njótið þess nú að vera í Gamla-Jörfa. Og takk fyrir smíðarnar kæri frændi!! Guja, ég skal hjálpa þér að mála.
Kv. Gústi.
________________________________________________________, 20.2.2010 kl. 09:52
Ég skal hjálpa Gunnu að elda - Kv. Ása Björk
________________________________________________________, 23.2.2010 kl. 13:59
Þar vill ég vera- en ekkert að gera
Kv. SMÓ
Stebbi (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 21:36
Jájá Stebbi....þér fer svo vel að vera aðgerðarlaus...eða þannig! Man ekki betur en að þú hafir verið kominn uppá þak að skipta um nagla eða eitthvað þegar við hin vorum úrvinda eftir eina fjallgönguna í fyrra...eða var það í hittifyrra... ?
G.SÓl.
________________________________________________________, 24.2.2010 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.