Guja systir sextug!

guja+emil8. febrúar 2010

Hún Guðríður systir er sextug í dag

að sjá það á henni er ei nokkurt lag.

Hún vild´ekki partý en vildi það samt

:,:því víst er hún hógvær sem henni er tamt:,:

 


Maðurinn hennar er mannanna prýði

makalaust góður hann Rögnvaldur Skíði.

lara.jpgSamræmd í kórnum þau syngja við raust

:,:og spila svo golfið uns komið er haust:,:

 

ágúst09 030.jpgBörnin sín bæði þau Lilju og Óla

bera á höndum sér, aldrei þau góla.

Svavar og Dagný þar sigla með þeim

:,:og síðarmeir ungarnir komu í heim:,:

    
   
  
 
 


ammanPalli og Lára og pilturinn Skíði

pottormar litlir og ömmunnar prýði,

Emil og Gauja eru´örverpin minnst,

:,:yndisleg kríli, já það okkur finnst:,:

 

Kærasta systir, nú komið er nóg

kveðskapi lokið er hér úti í mó.

Þetta að lokum þér segja ég vil:

 :,:„Þakka þér fyrir að vera til!“ :,:

 Guðný syss.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohhhh, yndislegt ljóð... ég fékk alveg sand í augun :)

Til hamingju með daginn Guja "syss", megirðu njóta hans vel.

kv/Sigrún

Akraselir (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 15:44

2 Smámynd: ________________________________________________________

Flott  ljóð!!!!!!   Innilega til  hamingju með  daginn Guja  Kveðja  Helga og  co

________________________________________________________, 6.2.2010 kl. 23:32

3 Smámynd: ________________________________________________________

Til hamingju með daginn Guja mín   Við kíktum til hennar í gær í litla "skógarkofann" það var dásamlegt og drekkhlaðið borð eins og hennar er von og vísa. Þarna var mikið af góðu og skemmtilegu fólki og börnin á bænum rétta að jafna sig eftir innrás ísbjarna og jólasveina. Það var helst að Hildur Gauja hörfaði annað slagið frá glugganum og ég vona að Dagný setji hér fljótlega inn vídjóið sem hún tók upp.

Takk fyrir mig og mína Guja mín... já og mamma og pabbi.... bless, bless (ég gleymdi sko nefnilega að kveðja þau)

kveðjur góðar úr Þrastarhóli.

________________________________________________________, 8.2.2010 kl. 08:43

4 Smámynd: ________________________________________________________

Til hamingju með daginn í gær, kæra frænka. Bestu kveðjur, Fjóla Ásg og fjölsk.

ps. Guðný - þú ert alveg að standa þig í kveðskapnum......

________________________________________________________, 9.2.2010 kl. 11:34

5 Smámynd: ________________________________________________________

Takk fyrir góðar kveðjur, elskurnar.  Kv. Guja

________________________________________________________, 10.2.2010 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband