Smá þorrablót

Þorramaturinn klikkar ekkiÞráin eftir þorramatnum var orðin svo mögnuð meðal okkar "yngstu" á laugardaginn var að það var slegið upp þorrablóti í Ásveginum. Við byrjuðum á því að dýfa okkur í heita pottinn á pallinum og dást að stjörnubjörtum himni áður en við settumst að veisluborði. Eftir hæfilega reykta, herta, súrsaða og vel kæsta máltíð var spilið Heilaspuni vígt, en það kom hér í hús um jólin. Við skemmtum okkur konunglega yfir þessu magnaða spili lengi nætur, þá skriðu Gústi, Magga og Bjarki í ból í Sunnubrautinni, komu heim rétt á undan húsráðendunum Guju og Ragga sem voru á alvöru þorrablóti í Svarfaðardalnum. 

Nokkrar myndir í albúmi!

Kv. Guðný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Jaaaaá, þetta var gaman! Ung-Jörfablót, eða þannig...!

Kv. Gústi.

________________________________________________________, 4.2.2010 kl. 00:15

2 Smámynd: ________________________________________________________

Þið eruð með JÓLASERVÍETTUR!! Eru virkilega ekki til servíettur með súrum pungum? hmmm.... þetta gæti verið hugmynd. En þetta hefur örugglega verið gaman, þrátt fyrir servíetturnar. Guðný þú bara passar þetta á næsta blóti, en þá verð ég líka með til að huga að smáatriðunum...

Kv. Magga Á (alltaf með allt viðeigandi....)

________________________________________________________, 4.2.2010 kl. 17:21

3 Smámynd: ________________________________________________________

Þér er nær að vera á þessu flakki, kona!  Servíetturnar eru íslenskar með mynd af krökkum í lopapeysu. Það verður nú ekki öllu íslenskara - hvað er meira viðeigandi á þorranum? 

Guðný...alltaf út og suður...

Mamma mín: "Æi Guðný mín, þú ert vitlaus og þér líður vel, það er fyrir mestu"!!

________________________________________________________, 4.2.2010 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband