28.1.2010 | 11:16
Ég og ,,Gústi"
Góðan dag.
Best að skrifa nokkar línur hér, þar sem við erum ein heima ég og ,,Gústi" - sem heitir að sjálfsögðu Ágúst Óðinn og amman kallar hann það nú oftast. Málið er bara að hann er algjör ,,Gústi". Hann er lasinn angakarlinn, búinn að fá margar pestir, mörgum sinnum í vetur. Alltaf hlær hann að öllu saman og vesenið er ekkert. Nú hljóta pestir að fara, vor í lofti hækkandi sól.
Katrín Fjóla, stóra systir, fór í leikskólann, þó að henni litist betur á að vera í fríi. Féllst svo á að fara í pilsi og bleikum legghlífum. Bleikt er flottast. Eiginlega eini nothæfi liturinn, að hennar mati.
Svo er það hann Viðar Jarl Bergþórsson. Hann er þriggja mánaða í dag. Hann er algjör Viðar, farinn að fá graut á kvöldin og engar refjar. Dafnar vel og er dásamlegt barn (eins og öll börn....). Best að hafa það með svo þið haldið ekki að ég rifna af monti yfir þessum barnabörnum mínum. Ég er kannski í áhættuhóp.....en vona að ég rifni ekki.
Kærar kveðjur, Fjóla Ásg
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
æji Gústalingurinn - og ég er af fara suður að sjá allt þetta litla lið
Hann hressist örugglega við það.
Kv. Magga Á.
________________________________________________________, 29.1.2010 kl. 08:03
Aawwww....krúttlegt. Jú Fjóla mín, þú ert í bullandi áhættuhópi, ég get þó allavega verið róleg yfir því lengi enn...
Verra með Möggu, hún er líka í hættu, held ég.
Kv. Guðný.
________________________________________________________, 29.1.2010 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.