Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
22.8.2012 | 13:14
Hittingur 7.september
Jæja gott fólk - hvað er að frétta? Eru ekki allir að verða spenntir fyrir Jörfagleðinni 7. september
Ég mæti með flest mitt fólk, Ída Guðrún verður fjarri góðu gamni í útskriftarferð M.A., aðrir koma.
Kv. Magga
11.8.2012 | 12:29
Minningabrot
Sumar 1945....sunnudagur....tvær litlar telpur leiðast niður götu, ætla dálítð langt, niður í Ós til ömmu og afa. Þær eru í rósóttum kjólum, með hvítu sunnudagssvunturnar sínar og slaufur í hári. Sú minni er með dálitinn hjartslátt, "Eru hundarnir í ganginum eða úti í fjósi?" Sú stærri, "Ég fer bara á undan"
Afmælisdagur elsku Beggu systur sem alltaf var tilbúin til að fara á undan og vera til staðar.
Með þakklæti og virðingu. Gunna.
20.7.2012 | 20:04
Ný gestabók :)
Ég fjárfesti í nýrri gestabók fyrir Gamlann í dag - bara að láta vita svo fleiri kaupi ekki gestabók. Fann ekki gærubók, held þær séu ekki framleiddar ennþá ;) Það er rosa gott og gaman að fylgjast með umferðinni í Gamlann, svo endilega ekki gleyma að kvitta og gefa skýrslu!
Yngsta syss - á austurleið :)
4.7.2012 | 10:48
Bræðslan
Hverjir verða í Gamla um Bræðsluhelgina?
Kv. Magga Á. - komin með sterka austurþrá...
11.6.2012 | 00:24
Sjö - tugur
Maður eldist eins og óð fluga.
Það sem áður virtist svo órafjarri og henti, að manni fannst, bara gamalt fólk er nú að verða staðreynd lífs míns. - Sjötugsafmæli yfirvofandi. - Reyndar finnst mér ég vera nokkru yngri en árin segja en líklega á það við um flesta sem lenda í þessu.
Af þessu tilefni ætlum við Ragna mín og fjölskylda að efna til veislu hér heima á Litlu Brekku, laugardaginn 14. júlí næstkomandi.
Ég hef verið svo gæfusamur á lífsins leið að eignast stóran hóp góðra ættingja, vina, kunningja, nágranna, vinnufélaga og svo mætti lengi telja.
Vonumst við til að sem flestir geti komið og glaðst með okkur þennan dag.
Bestu kveðjur, Stebbi.
25.5.2012 | 12:51
Ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni.... :)
13.5.2012 | 21:19
Aðvörun - afmæli - gifting - veisla - aftur.
Ágætu jörfaliðar!
Löngu giftu hjónin í Kvíaholti á Mýrum ætla að halda upp á afmæli húsfreyjunnar með pomp og prakt þann 18. ágúst næstkomandi. Af því tilefni er Jörfaliðum boðið að mæta, eta, drekka og vera glaðir fram eftir kveldi daginn þann. Í æðiskasti játaði svo undirritaður að giftast kerlu sinni aftur, nú að heiðnum sið, og fer sú athöfn fram fyrr um daginn framan við hús í norðankulda og trekki. Að sjálfsögðu er Jörfaliðum í sjálfvald sett hvort þeir mæti í þá athöfnina og eyði með okkur deginum öllum eða komi til áts og drykkjar þegar líður að kveldi.
Bis dann,
A og H
9.5.2012 | 14:15
Vill einhver elska fjörutíuogníu ára gamlan mann???
Sælinú allir Jörfaliðar, nær og fjær.
Nú styttist í Stór-Afmæli hjá Stór-Óla (miðvikudaginn 16. maí) og Jörfaliðar eru boðnir í partí.
Þar sem hefð hefur skapast fyrir því hjá Akraselum að senda út stórafmælispartíboð á bloggið í bundnu máli þá fylgir hér boðsljóð fyrir þetta tilefni.
Lesist/syngjist undir lagi Þursaflokksins:
http://www.youtube.com/watch?v=-PMhO_koV_4
Vill einhver elska 49 ára gamlan mann
vill einhver elska 49 ára gamlan mann
- sem verður fimmtugur (þann 16. maí).
Vill einhver elska 49 ára gamlan mann
vill einhver elska 49 ára gamlan mann
sem er reglusamur og voða mjúkur.
- Hann er reglusamur og drekkur súpu.
Vill einhver elska 49 ára gamlan mann
vill einhver elska 49 ára gamlan mann.
- Hann á læðu og tík.
Vill einhver elska 49 ára gamlan mann
vill einhver elska 49 ára gamlan mann
sem er misskilinn og safnar bróderuðum dúkum.
- Hann er misskilinn og safnar trompetum og túbum.
Vill einhver elska 49 ára gamlan mann
vill einhver elska 49 ára gamlan mann.
- Svar óskast sent - merkt "fimmtugur"
- Svar óskast sent - merkt "fimmtugur"
Oriroriojororo...
... Óli býður í partý heima...
... á miðvikudaginn ekki gleyma...
... og tjaldið opnar klukkan átta...
... gleðskapur þar til mál er að hátta...
Vill einhver elska 49 ára gamlan mann
vill einhver elska 49 ára gamlan mann.
Vill einhver elska 49 ára gamlan mann
vill einhver elska 49 ára gamlan mann.
... og Óli býður í partý heima...
... á miðvikudaginn ekki gleyma...
... og tjaldið opnar klukkan átta...
... gleðskapur þar til mál er að hátta...
...... Vill - einhver - elska???
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.5.2012 | 10:14
Vorferð í Jörfa.

21.4.2012 | 18:21