8.11.2011 | 19:44
Haustferð á heimaslóðir
Við hjónakornin fórum í stutta haustferð austur um síðustu helgi. Vöknuðum í unaðslegu veðri á laugardagsmorguninn, þannig að ég var komin út með myndavélina fyrir allar aldir og náði að festa morgunroðann og ýmislegt annað á "filmu".
Gamli Jörfi tók á móti okkur hlýr og notalegur, Eiki hafði tæmt músagildrurnar deginum áður og fékk þrjár, eina í búrinu og tvær í skúrnum. Það var afar erfitt að yfirgefa sælureitinn, ætlum að reyna að komast aftur austur í vetur.
Sendi pistil og myndir á Borgarfjarðarvefinn og má sjá það hér:
http://www.borgarfjordureystri.is/heim/moya/news/gudny-ola-a-heimaslodum-5.-6.-nov-2011/
Guðný.
5.11.2011 | 19:07
Grúskað í gömlu dóti
Dimmidalur eftir Ólaf J. Bergsson
Ekki er þar allt sem sýnist
efst uppi í fjallanna reit
Því barnið veit hvert um það hérna
að heil býr þar álfafólks sveit.
Ég hugsaði oft um það ungur:
"Hvar ætli þeir muni slá ?
og afréttin eigi að vera,
og ærnar og hestarnir þá".
Og svo er hann Dimmidalur
svo draugaleg bjarga-krá
sem hamrar og hengiflug lykja
að hroll í sig smalarnir fá.
Í björgunum syðri hér situr
þó sýslumaðurinn
en hinsvegar hömrunum ræður
huldufólks-presturinn.
Og soninn, sinnhvorn þeir áttu
siðgóða háttprúða menn,
Þeir völdu sér víf niðri á "Hvoli"
sem vottar hún, þjóðsagan enn.
Ó J B 25. janúar 1904
1.11.2011 | 21:52
Óli Gústa og Hjörleifur Helgi í boði náttúrunnar
Var í útgáfuteiti fyrr í kvöld, þar sem fagnað var útkomu nýjasta eintaks af tímaritinu "Í boði náttúrunnar". Blaðið er vandað og fínt í alla staði, en þó finnst mér blaðsíður 69-75 bera af, en þar sýnir meistarakokkurinn Ólafur Ágústsson takta sína. Hjörleifur stóð sig afar vel sem staðarhaldari í Ensku húsunum þar sem eldamennskan fór fram, og fékk að vera með meistarakokknum á mynd
.
VETUR í boði náttúrunnar - mæli með því! Blaðinu fylgir ókeypis gjafaáskrift sem gildir til 15. desember!
Guðný.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.10.2011 | 10:15
Nýjasti Jörfaliðinn

Stelpan er hraust og falleg og dafnar vel. Hún gengur undir ýmsum nöfnum; "Litla skessan" er helsa gælunafnið sem foreldrarnir nota, en ömmu og afa finnst "Yndisleg Ólafsdóttir" langbest!

Við eru óskaplega stolt af fyrsta barnabarninu og þessi reynsla er hreint ótrúleg! Henrik okkar er auðvitað afa- og ömmustrákurinn, en nú er komin systir og hann stendur sig rosa vel sem stóri bróðir!
Bestu kveðjur, Gústi og Magga.
21.10.2011 | 19:39
Það var málaður tankur
Lengi hefur staðið til að mála olíutankinn við Gamla-Jörfa. Fyrr í haust klæddu Gústi og Geiri sig í málningargallann og kláruðu verkið!
Gústi hafði keypt sérstaklega valið Kraftlakk og það átti að vera rautt, í sama lit og þakið á Jörfa. Þegar dósin var opnuð kom í ljós að lakkið var vissulega rautt.....alveg ELDRAUTT! En hvað um það, tankurinn var skrapaður, pússaður og málaður!
Einhver giskaði á að sennilega hefði verið vissara að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum! Svo svakalega þykir tankurinn rauður. Nú er hann notaður sem innsiglingarviti fyrir Austurland að Glettingi!
Það eru málningarmyndir í myndaalbúminu. http://jorfalidid.blog.is/album/Tankurinnmaladur/
Vinir og fjölskylda | Breytt 22.10.2011 kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.10.2011 | 13:53
Hjónaefni.
Þessi tilkynning birtist í Tímanum 3. janúar árið 1957. Sambandið á sveitalínunni hefur verið eitthvað lélegt.
ÓA
20.10.2011 | 07:57
Eitt par. Tvö lönd. Fjórar eyjar. Sjötíu dagar…
Eins og einhver ykkar vita þá eru þau Skúli okkar og Heiða kærastan hans í ferðalagi um Mið-Ameríku.
Ef þið hafið áhuga á að fylgjast með þeim, þá blogga þau á síðunni:
http://ljosvikingar.wordpress.com
Kv/ÓA
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2011 | 19:33
Haustferðin


Vinir og fjölskylda | Breytt 14.10.2011 kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2011 | 17:29
99 ára!
23.8.2011 | 19:28
Við sjávarsíðuna.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)